Vilja fjarlægja hjörtun úr götuljósum

Ljósmynd/Hjálmar S. Brynjólfsson

Skipu­lags­ráði Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hef­ur borist beiðni frá Vega­gerðinni þess efn­is að hjört­un í rauðum um­ferðarljós­um bæj­ar­ins verði fjar­lægð.

Í rök­stuðningi Vega­gerðar­inn­ar er því haldið fram að stofn­un­inni hafi borist ábend­ing­ar um að hjört­un ógni um­ferðarör­yggi og að ljóst sé að hjarta­lög­un­in í ljós­un­um stand­ist hvorki kröf­ur um um­ferðarmerki né um­ferðarör­yggi.

Vísað er í reglu­gerð um um­ferðarmerki og notk­un þeirra mál­inu til stuðnings, en þar seg­ir í 42. gr. um al­menn um­ferðarljós að þau skuli vera
ljós­merki með hring­laga ljósop­um fyr­ir rautt, gult og grænt ljós.

Í 2. gr. viðauka III með reglu­gerðinni seg­ir að ljós­ker skuli vera með ljósop sem er 200 mm að þver­máli og því ljóst að hjart­lög­un ljós­anna stenst ekki lög­boðnar kröf­ur.

Eitt aðal­sér­kenni bæj­ar­ins

Hjört­un hafa lengi verið meðal helstu sér­kenna bæj­ar­ins og ljáð hon­um vina­lega ásýnd. Hafa ljós­in verið aðdrátt­ar­afl fyr­ir er­lenda ferðamenn til bæj­ar­ins.

Í beiðninni er þetta viður­kennt en þar seg­ir að oft megi sjá ferðamenn á miðeyj­um fjöl­far­inna vega­móta taka mynd­ir og sjálf­ur. Tel­ur Vega­gerðin þessu sömu­leiðis fylgja hætta, en í beiðninni er bent á aðstæður geti skap­ast þar sem t.d. fólki skrik­ar fót­ur og lend­ir fyr­ir bíl sök­um þessa.

Þá eru hjarta­löguðu ljós­in einnig tal­in geta truflað öku­menn við akst­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert