Hending ein að skotin lentu ekki í fólkinu: Hlaut sex ára dóm

Skammbyssan sem var notuð í árásinni var af gerðinni 45 …
Skammbyssan sem var notuð í árásinni var af gerðinni 45 Colt 1911. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Colourbox

Lands­rétt­ur hef­ur dæmt Ásgeir Þór Önnu­son í sex ára fang­elsi fyr­ir skotárás sem átti sér stað á heim­ili í Hafnar­f­irði á aðfanga­dags­kvöld 2023. 

Hann hlaut fimm ára dóm í héraði í fyrra en Lands­rétt­ur hef­ur þyngt dóm­inn um eitt ár. 

Héraðssak­sókn­ari ákærði Ásgeir og tvo aðra, þá Breka Þór Frí­manns­son og Hilmi Gauta Bjarna­son, í tengsl­um við skotárás á heim­ili fólks að kvöldi 24. des­em­ber.

Sex skot­um skotið án viðvör­un­ar

Ásgeiri var gef­in að sök til­raun til mann­dráps, hús­brot, hættu­brot og vopna­laga­brot með því að hafa um­rætt sinn ásamt Breka, ruðst grímu­klædd­ur og í heim­ild­ar­leysi inn á heim­ilið, þar sem fjór­ir brotaþolar voru stadd­ir, og skotið án viðvör­un­ar sam­tals sex skot­um úr skamm­byssu í átt að tveim­ur þeirra.

Breka var gef­in að sök hlut­deild í brot­um Ásgeirs með því að hafa liðsinnt hon­um við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd brots­ins með nán­ar til­greind­um hætti.

Hilmi Gauta var gef­in að sök hlut­deild í broti Ásgeirs með því að hafa ekið hon­um og Breka um­rætt sinn gegn greiðslu.

Hend­ing ein að skot­in lentu ekki í fólk­inu

Í dómi Lands­rétt­ar kom meðal ann­ars fram að fall­ist væri á með héraðsdómi að það hefði verið hend­ing ein að skot­in lentu ekki í fólk­inu, sem þá voru inni í barna­her­bergi, og einnig að Ásgeir hafi hlotið að vera ljóst að það sé lífs­hættu­legt að skjóta sex skot­um úr skamm­byssu í átt að fólki af stuttu færi, án neinn­ar vissu um hvar skot­in lendi, og því hafi Ásgeir hlotið að gera sér grein fyr­ir því að bani gæti hlot­ist af hátt­semi hans.

Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um sak­fell­ingu Ásgeirs fyr­ir til­raun til mann­dráps gagn­vart brotaþol­un­um og hættu­brot gagn­vart tveim­ur öðrum brotaþolum sem og vopna­laga­brot. Var refs­ing hans ákveðin fang­elsi í sex ár, sem fyrr seg­ir.

Sak­felld­ir fyr­ir hlut­deilt í hættu­broti og vopna­laga­broti

Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að ekki yrði full­yrt að ásetn­ing­ur Breka og Hilm­is Gauta hefði staðið til að bana tveim­ur brotaþolum og yrðu þeir því ekki sak­felld­ir fyr­ir hlut­deild í til­raun til mann­dráps.

Þeir voru aft­ur á móti sak­felld­ir fyr­ir hlut­deild í hættu­brot­inu og jafn­framt sak­felld­ir fyr­ir hlut­deild í vopna­laga­broti Ásgeirs.

Niðurstaða héraðsdóms um refs­ingu Breka og Hilm­is Gauta var staðfest og Breka gert að sæta fang­elsi í 30 mánuði og Hilmi Gauta gert að sæta skil­orðsbundnu fang­elsi í eitt ár.

Millj­ón­ir í miska­bæt­ur

Þeim ákæru­liðum er vörðuðu hús­brot var vísað frá héraðsdómi.

Staðfest voru ákvæði héraðsdóms um upp­töku á skamm­byssu.

Loks var Ásgeiri og Breka gert að greiða brotaþolum miska­bæt­ur, eða sam­tals 5,5 millj­ón­ir kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert