Einn sjúkrabíll var kallaður út vegna mótorhjólaslyss við Fjarðarhraun í Hafnarfirði nú fyrir hádegi.
Þetta segir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is.
Þegar blaðamaður náði tali af Lárusi hafði sjúkrabíllinn verið nýkominn á vettvang og hafði hann engar upplýsingar um líðan ökumannsins eða hvernig slysið bar að.
Uppfært kl. 13:00
Ökumaðurinn var færður á slysadeild til aðhlynningar en Lárus hafði ekki upplýsingar um ástand mannsins.