Mótorhjólaslys í Hafnarfirði

Slysið átti sér stað við Fjarðarhraun í Hafnarfirði.
Slysið átti sér stað við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Einn sjúkra­bíll var kallaður út vegna mótor­hjóla­slyss við Fjarðar­hraun í Hafnar­f­irði nú fyr­ir há­degi.

Þetta seg­ir Lár­us Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, í sam­tali við mbl.is. 

Þegar blaðamaður náði tali af Lár­usi hafði sjúkra­bíll­inn verið ný­kom­inn á vett­vang og hafði hann eng­ar upp­lýs­ing­ar um líðan öku­manns­ins eða hvernig slysið bar að. 

Upp­fært kl. 13:00

Ökumaður­inn var færður á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar en Lár­us hafði ekki upp­lýs­ing­ar um ástand manns­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert