Æfir í 34 tíma á viku

Það var fjörutíu stiga hiti og engin loftkæling í fimleikasalnum.
Það var fjörutíu stiga hiti og engin loftkæling í fimleikasalnum. Ljósmynd/Agnes Suto

Hild­ur Maja Guðmunds­dótt­ir, fim­leika­kona hjá Gerplu, æfir nú í 34 klukku­stund­ir á viku, en hún er ný­lega kom­in heim frá Úsbekist­an þar sem hún vann fyrst ís­lenskra kvenna til verðlauna á heims­bikar­móti í áhaldafim­leik­um. 

„Á vet­urna erum við að æfa fimm sinn­um í viku í fjóra tíma en ég mæti alltaf fyrr til að gera styrktaræf­ing­ar og eitt­hvað svo­leiðis svo ég er oft í saln­um í sex til sjö tíma,“ seg­ir Hild­ur.

Tvær æf­ing­ar á dag í sum­ar

Í sum­ar er eng­inn af­slátt­ur veitt­ur af æf­ing­un­um og æfir hún tvisvar á dag fjóra daga vik­unn­ar. Hina tvo æf­inga­dag­ana æfir hún bara einu sinni en þó í fimm klukku­stund­ir í senn. Það sam­svar­ar þrjá­tíu og fjór­um klukku­stund­um.

Hild­ur kláraði ný­lega stúd­ents­próf úr Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja en hún býr á Sel­fossi. Les­end­ur velta því kannski fyr­ir sér hvernig það megi vera en hún keyr­ir alla daga frá Sel­fossi í Kópa­vog þar sem æf­ingaaðstaða Gerplu er staðsett. Á Sel­fossi er aðeins aðstaða fyr­ir hóp­fim­leika en ekki áhaldafim­leika.

„Ég tók alltaf strætó áður en ég fékk bíl­próf og þá tók þetta svona einn og hálf­an tíma, en það er mun þægi­legra núna að vera með bíl­próf. Núna tek­ur þetta svona 45 mín­út­ur, en það fer eft­ir um­ferð.“

Hildur Maja hafnaði í öðru sæti á gólfi á heimsbikarmótinu …
Hild­ur Maja hafnaði í öðru sæti á gólfi á heims­bikar­mót­inu um helg­ina. Ljós­mynd/​Agnes Suto

Gæðastund að keyra

Aðspurð hvernig sé að keyra þessa leið marga daga í viku seg­ir hún það hluta af sinni rútínu.

„Ég er bara vön því, þetta er bara hluti af minni rútínu, gæðastund fyr­ir mig.“

Hild­ur komst í úr­slit á tveim­ur áhöld­um á heims­bikar­mót­inu sem haldið var í Úsbekist­an um helg­ina, gólfi og tví­slá. Hún tryggði sér silfrið á gólf­inu og skráði sig þar með í sögu­bæk­urn­ar.

„Það kom mér mjög á óvart að ég hafi kom­ist í úr­slit á tví­slá, það er ekki mitt sterk­asta áhald,“ seg­ir Hild­ur.

Hún seg­ir það samt hafa verið gam­an að keppa í úr­slit­un­um á tví­slá en þar keppti meðal ann­ars ólymp­íu­meist­ar­inn á tví­slá, Kaylia Nemour.

40 gráður og eng­in loft­kæl­ing

„Þetta var svo­lítið langt ferðalag og það var rosa­lega heitt, það voru fjöru­tíu gráður alla dag­ana og eng­in loft­kæl­ing í fim­leika­saln­um þannig að ég var bara með litla viftu sem bjargaði mér í saln­um, ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði ekki verið með þessa viftu. Það var samt loft­kæl­ing á hót­el­inu.“

Þegar hún keppti í úr­slit­un­um fór raf­magnið af vegna hita.

„Þegar tvær voru bún­ar að gera æf­ing­ar á gólf­inu þá sló raf­magnið út í hálf­tíma.“

Í Gerplu æfa tíu í meist­ara­flokkn­um í áhaldafim­leik­um og seg­ir Hild­ur þær ná vel sam­an þrátt fyr­ir mikla ald­urs­breidd, en tíu ár eru á milli þeirra elstu og yngstu.

Hér má sjá Hildi með viftuna sem hún sagði ómissandi …
Hér má sjá Hildi með vift­una sem hún sagði ómiss­andi í fjöru­tíu stiga hit­an­um. Ljós­mynd/​Agnes Suto
Hér gerir Hildur sig til fyrir tvísláræfingar.
Hér ger­ir Hild­ur sig til fyr­ir tví­slá­ræf­ing­ar. Ljós­mynd/​Agnes Suto
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert