Ók á móti umferð

mbl.is/Arnþór Birkisson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu veitti öku­manni eft­ir­för sem sinnti ekki stöðvun­ar­merkj­um og ók á mikl­um hraða.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu og seg­ir að ökumaður­inn hafi meðal ann­ars ekið á móti um­ferð.

Hann var hand­tek­inn grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is og vistaður í klefa vegna máls­ins.

Ekið inn í versl­un

Fjór­ir ein­stak­ling­ar voru hand­tekn­ir grunaðir um ölv­un við akst­ur og um­ferðaró­happ eft­ir að bif­reið endaði inni í versl­un.

Þeir voru all­ir vistaðir í fanga­klefa í þágu rann­sókn­ar en rann­sókn máls­ins snýst meðal ann­ars að því hver var að aka bif­reiðinni þegar bif­reiðin endaði inni í versl­un­inni.

Þá barst til­kynn­ing um ein­stak­ling sem braust inn í fyr­ir­tæki í miðbæn­um.

Hann yf­ir­gaf vett­vang þegar hann áttaði sig á því að það var fólk þar inn­an­dyra.

Ein­stak­ling­ur­inn fannst stuttu síðar þar sem hann var að reyna að brjót­ast inn í bif­reið.

Hann var hand­tek­inn og flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem hann var vistaður í klefa í þágu rann­sókn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert