Umboðsmaður krefst skýringa

Íbúar eru ósáttir við að strætóstöð hafi verið flutt þangað.
Íbúar eru ósáttir við að strætóstöð hafi verið flutt þangað. Morgunblaðið/Eggert

Umboðsmaður Alþing­is hef­ur sent ít­ar­lega fyr­ir­spurn til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. Fer hann fram á að nefnd­in lýsi af­stöðu sinni til kvört­un­ar íbúa við Klapp­ar­stíg og Skúla­götu vegna meðferðar nefnd­ar­inn­ar á mót­mæl­um þeirra er strætó­stöð var komið fyr­ir við Skúla­götu í óþökk þeirra. Nefnd­in er kraf­in svara í ell­efu liðum og af orðalagi bréfs­ins má ráða að umboðsmaður hafi ýms­ar at­huga­semd­ir við stjórn­sýsl­una í þessu ferli.

Eins og komið hef­ur fram í Morg­un­blaðinu kærði hús­fé­lagið Völ­und­ur breyt­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar á deili­skipu­lagi við Skúla­götu til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. Var þess kraf­ist að fram­kvæmda­leyfi yrði fellt úr gildi og fram­kvæmd­ir stöðvaðar. Nefnd­in hafnaði þeirri beiðni. Íbú­arn­ir héldu því fram að deili­skipu­lagstil­lag­an sem samþykkt var væri ekki í sam­ræmi við gild­andi aðal­skipu­lag og því óheim­il.

Strætó­stöðin var flutt á Skúla­götu meðan á end­ur­bót­um við Hlemm stend­ur. Íbúar segj­ast hafa orðið fyr­ir veru­leg­um óþæg­ind­um vegna stræt­is­vagnaum­ferðar þar.

Nán­ar má lesa um málið á bls. 2 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert