Íslensk stelpa slær í gegn í norskum þáttum

Lilja Árnadóttir-Olvik var yngsti keppandi Bakermesterskapet í ár.
Lilja Árnadóttir-Olvik var yngsti keppandi Bakermesterskapet í ár. Ljósmynd/Lage Ask/NRK

Lilja Árna­dótt­ir Ol­vik hef­ur slegið í gegn í norsku þátt­un­um Bakermester­skapet Juni­or sem er bök­un­ar­keppni fyr­ir ung­menni. Hún var aðeins tíu ára þegar keppn­in fór fram og var langyngst, eða tveim­ur til þrem­ur árum yngri en aðrir kepp­end­ur.

Alls voru átta kepp­end­ur, fjór­ar stelp­ur og fjór­ir strák­ar, og voru þætt­irn­ir sýnd­ir í apríl á NRK. Lilja seg­ir það hafa verið mjög skemmti­legt að taka þátt í keppn­inni en hún hef­ur lengi haft áhuga á bakstri.

Lilja tekur við makkarónupöntunum og hefur selt makkarónur fyrir margar …
Lilja tek­ur við makkarónupönt­un­um og hef­ur selt makkarón­ur fyr­ir marg­ar veisl­ur í vor. Ljós­mynd/​Aðsend

Bakaði í fyrsta skipti með ömmu sinni á Íslandi

„Ég hef bakað frá því að ég var mjög ung og bakaði í fyrsta skipti með ömmu minni á Íslandi, ör­ugg­lega brownies,“ seg­ir Lilja, sem býr í Valdres í Nor­egi með fjöl­skyldu sinni en faðir henn­ar er ís­lensk­ur og er hún því hálf­ís­lensk.

Aðspurð hvað henni þyki skemmti­leg­ast að baka seg­ir hún það vera makkarón­ur en Lilja tek­ur nú við pönt­un­um og bak­ar og sel­ur makkarón­ur. Hún hef­ur bakað fyr­ir þónokkr­ar veisl­ur í Nor­egi í vor.

„Mér finnst skemmti­leg­ast að baka makkarón­ur, bleik­ar, þær eru með ástar­ald­in- og súkkulaðibragði.“

Hér má sjá Lilju við keppnina.
Hér má sjá Lilju við keppn­ina. Ljós­mynd/​Lage Ask/​NRK

Alltaf köku­boð á heim­il­inu

Lilja bak­ar oft­ast makkarón­ur og marsípan­kök­ur og eru for­eldr­ar henn­ar virki­lega heppn­ir þar sem það eru alltaf kræs­ing­ar á boðstól­um í boði Lilju.

Hvað bakaðirðu í keppn­inni?

„Ég bakaði tvisvar marsípan­köku, bolla­kök­ur, smá­kök­ur og súkkulaðiköku.“

Hér má sjá Lilju unga við bakstur eða öllu heldur …
Hér má sjá Lilju unga við bakst­ur eða öllu held­ur við smakk. Ljós­mynd/​Aðsend

Keppn­in fór þannig fram að þau voru ein síns liðs, fengu verk­efni og höfðu tvo klukku­tíma til að klára það. Fyr­ir fjór­ar af kök­un­um sem þau bökuðu í keppn­inni fengu þau tæki­færi til að æfa sig heima.

Hvað er eft­ir­minni­leg­ast úr keppn­inni?

„Það sprakk blaðra í and­litið á mér,“ seg­ir Lilja kím­in, en ein þraut­in var að blása upp blöðru og setja bráðið súkkulaði utan um hana. Svo þegar súkkulaðið var orðið hart átti hún að sprengja blöðruna og úr varð súkkulaðiform.

Lilja bakaði í fyrsta skipti með ömmu sinni frá Íslandi.
Lilja bakaði í fyrsta skipti með ömmu sinni frá Íslandi. Ljós­mynd/​Lage Ask/​NRK

Eins og að vera með einka­kokk

Faðir Lilju seg­ir þau for­eldr­ana geta hringt í hana þegar þau eru á leiðinni heim úr vinn­unni og beðið hana um að byrja að elda kvöld­mat, svo­lítið eins og að hafa einka­kokk á heim­il­inu, en Lilja er ekki bara í bakstr­in­um held­ur eld­ar hún líka.

Móðir Lilju segir hana frá unga aldri hafa viljað hjálpa …
Móðir Lilju seg­ir hana frá unga aldri hafa viljað hjálpa til í eld­hús­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert