Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins segir lokun starfsstöðvar Brúarskóla á BUGL koma sér í opna skjöldu. „Við fengum af því veður við samþykkt fjárhagsáætlunar um áramót að skera ætti framlög til Brúarskóla [...]. Við fengum hins vegar engar frekari útlistanir á því hvað þessi niðurskurður myndi hafa í för með sér eða hvernig hann yrði útfærður.“
Brúarskóli er sérskóli í Reykjavík fyrir börn sem kljást við alvarleg geðræn, hegðunar- eða félagsleg vandamál. Skólinn er með starfsstöðvar á nokkrum stöðum í borginni, en tilgangur hans er að veita tímabundið úrræði fyrir nemendur með það lokamarkmið að gera þá hæfa til að stunda nám í almennum grunnskólum.
Hildur segir mikilvægt að standa vörð um þann viðkvæma hóp sem Brúarskóli sinnir. „Við eigum ekki að skera niður þjónustu við okkar minnstu og viðkvæmustu borgara, næg eru tækifærin annars staðar í kerfinu. Mestu skiptir nú að veita fjölskyldum þeirra barna sem sækja skólaþjónustu Brúarskóla skýringar á þessari ákvörðun.“
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, einn af upplýsingafulltrúum borgarinnar, segir að breytingarnar leiði ekki til þjónusturofs.
„Það er ekkert þjónusturof við börn sem eru reykvísk. Öllum börnum verður áfram sinnt. Við höfum verið að sinna börnum frá öðrum sveitarfélögum, mörg þeirra eru á framhaldsskólastigi. Það er þá ekki okkar verkefni heldur ríkisins. Áfram verður öllum reykvískum börnum sinnt eftir því hvað hentar þeim,“ segir Eva Bergþóra.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.