Gæðaeftirlitið brjóti gegn markmiði samkeppnislaga

Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sam­keppnis­eft­ir­litið tel­ur að fram­kvæmd gæðaeft­ir­lits með störf­um end­ur­skoðenda sé til þess fallið að skaða sam­keppni á markaði end­ur­skoðenda og stríði þannig gegn mark­miði sam­keppn­islaga. 

Sam­keppnis­eft­ir­litið tel­ur at­vinnu­vegaráðuneytið þurfa að end­ur­skoða fram­kvæmd gæðaeft­ir­lits­ins.

Þetta kem­ur fram í áliti Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um fram­kvæmd gæðaeft­ir­lits­ins sem birt var í sein­ustu viku.

Kvartaði til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins

Mælt er fyr­ir um gæðaeft­ir­litið í lög­um en það felst í því að starf­andi end­ur­skoðend­um er falið af end­ur­skoðendaráði að fram­kvæma eft­ir­lit með störf­um annarra end­ur­skoðenda. 

End­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki, sem nýt­ur nafn­leynd­ar í álit­inu, kvartaði til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins vegna gæðaeft­ir­lits­ins. Í kvört­un­inni kem­ur fram að end­ur­skoðend­um sem sjái um eft­ir­litið sé veitt­ur aðgang­ur að viðkvæm­um viðskipta­leg­um upp­lýs­ing­um, jafn­vel hjá bein­um keppi­naut­um sín­um. 

End­ur­skoðenda­fyr­ir­tækið sem kvartaði taldi fyr­ir­komu­lagið fela það í sér að gæðaeft­ir­litsmaður gæti lagt stein í götu keppi­nauta sinna.

Ráðuneytið þurfi að grípa til aðgerða

Sam­keppnis­eft­ir­litið tel­ur fyr­ir­komu­lagið bera þess merki að því hafi verið komið á til bráðabirgða þar til var­an­legu úrræði yrði komið á. 

Sam­keppnis­eft­ir­litið seg­ir að út­vist­un gæðaeft­ir­lits­ins skapi hættu á því að viðkvæm­ar viðskipta­upp­lýs­ing­ar ber­ist á milli keppi­nauta og með því sé sam­keppni raskað með al­var­leg­um hætti. 

At­vinnu­vegaráðuneytið er hvatt til þess í álit­inu að end­ur­skoða fram­kvæmd gæðaeft­ir­lits­ins og gæta þess við laga­setn­ingu að skaða ekki sam­keppni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert