Loka þurfti Hvalfjarðargöngum upp úr klukkan eitt í dag þar sem gámaflutningabíll á norðurleið bilaði í göngunum.
Lokunin stóð yfir í rúmar tíu mínútur en biðröð myndaðist við gangnamunnann eins og aðsend ljósmynd frá lesanda mbl.is sýnir.
Greint var frá lokuninni á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, upp úr klukkan eitt en tilkynning um atvikið barst klukkan 13.06.
Klukkan 13.19 birtist tilkynning á umferdin.is um að göngin væru opin á ný.