Gámaflutningabíll bilaði í Hvalfjarðargöngum

Biðröð myndaðist við gangnamunnann.
Biðröð myndaðist við gangnamunnann. Ljósmynd/Aðsend

Loka þurfti Hval­fjarðargöng­um upp úr klukk­an eitt í dag þar sem gáma­flutn­inga­bíll á norður­leið bilaði í göng­un­um.

Lok­un­in stóð yfir í rúm­ar tíu mín­út­ur en biðröð myndaðist við gangnamunn­ann eins og aðsend ljós­mynd frá les­anda mbl.is sýn­ir.

Greint var frá lok­un­inni á vef Vega­gerðar­inn­ar, um­fer­d­in.is, upp úr klukk­an eitt en til­kynn­ing um at­vikið barst klukk­an 13.06.

Klukk­an 13.19 birt­ist til­kynn­ing á um­fer­d­in.is um að göng­in væru opin á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert