Óljóst hvenær hjörtun komast á dagskrá

Óvíst er hvenær skipulagsráð tekur erindið fyrir, að sögn Ásthildar.
Óvíst er hvenær skipulagsráð tekur erindið fyrir, að sögn Ásthildar. Samsett mynd/Auðunn Níelsson/Hjálmar S. Brynjólfsson

Ekki hef­ur verið ákveðið hvenær skipu­lags­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar mun taka fyr­ir er­indi Vega­gerðar­inn­ar um að hjört­un í rauðu götu­ljós­um bæj­ar­ins verði fjar­lægð.

Að sögn Ásthild­ar Sturlu­dótt­ur bæj­ar­stjóra verður fyrst tekið sam­tal við Vega­gerðina vegna máls­ins.

„Ég geri ekki ráð fyr­ir að við séum til­bú­in til að verða við þess­ari kröfu Vega­gerðar­inn­ar,” seg­ir Ásthild­ur, spurð út í stöðu máls­ins.  

Hefðu mátt ræða fyrst við bæ­inn 

Hún furðar sig á því að Vega­gerðin skuli ekki hafa rætt við bæj­ar­yf­ir­völd áður en hún óskaði eft­ir því að hjört­un yrðu fjar­lægð.

„Það er allt í lagi að ræða þetta við okk­ur og óska eft­ir fundi í staðinn fyr­ir að það sé sent bréf þar sem þess er kraf­ist að þetta verði tekið niður,” seg­ir Ásthild­ur.

Akureyrarkirkja horfir yfir Akureyri á sólskinsdegi.
Ak­ur­eyr­ar­kirkja horf­ir yfir Ak­ur­eyri á sól­skins­degi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Þeim þykir vænt um hjört­un sín“

Spurð hvað bæj­ar­bú­um finn­ist um málið seg­ir hún að þeim þyki hjört­un vera eitt af kenni­leit­um bæj­ar­ins. „Þeim þykir vænt um hjört­un sín og finnst þetta frá­leit krafa af hálfu Vega­gerðar­inn­ar.”

Hún kann­ast ekki við að kvört­un hafi komið frá nein­um bæj­ar­bú­um vegna hjart­anna og nefn­ir einnig að ef Vega­gerðin hafi fengið slík­ar kvart­an­ir hafi þeim ekki verið al­menni­lega komið til skila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert