Sanna Magdalena, borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki enn hafa sagt sig úr flokknum þrátt fyrir að hún tilheyri armi sem varð undir á aðalfundi Sósíalista í maí. Hún er í stjórn Vorstjörnunnar sem hýsti starfsemi flokksins en ákvað að reka hann út úr húsnæði flokksins í Bolholti 6.
„Mér þykir mjög vænt um flokkinn og það sem hann hefur byggt upp. Það er ljóst að það eru krefjandi tímar núna en ég hef ekki sagt mig úr flokknum og ekki tekið neina ákvörðun um það,“ segir Sanna.
Segir hún þó ljóst að hún eigi erfitt með að starfa með núverandi stjórn sem tók við eftir hallarbyltingu í maí á aðalfundi. Þá sagði hún í samtali við mbl.is á sunnudag að hún íhugaði stöðu sína í flokknum.
Segir hún þó ljóst að hún eigi erfitt með að starfa með núverandi stjórn sem tók við eftir hallarbyltingu í maí á aðalfundi. Spurð segir hún engar reglur um það hve oft er hægt að halda aðalfund hjá Sósíalistum. Hins vegar þurfi tveggja vikna fyrirvara áður en slíkur fundur er haldinn.
„Það gæti þess vegna gerst á þessu ári ef félagar ákveða það. Ég hef einmitt heyrt umræður um það hvort það væri ekki viðeigandi að halda fund bráðlega. Það hefur einmitt ýmislegt komið fram sem snýr að kostnaði til lögfræðinga og ekki óeðlilegt að félagar séu spurðir um það hvort slíkt sé viðeigandi. Eins hvort félagar séu sáttir við þá stefnu sem hefur verið mótuð hvað þessi mál varðar, hvernig farið er með tíma og fjármuni,“ segir Sanna.