Enn í flokknum þrátt fyrir að hafa rekið hann út

Sanna Magdalena Mörtudóttir, er borgarfulltrúi Sósíalista í Reykjavík.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, er borgarfulltrúi Sósíalista í Reykjavík. mbl.is/Birta Margrét Björgvinsdottir

Sanna Magda­lena, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista, seg­ist ekki enn hafa sagt sig úr flokkn­um þrátt fyr­ir að hún til­heyri armi sem varð und­ir á aðal­fundi Sósí­al­ista í maí. Hún er í stjórn Vor­stjörn­unn­ar sem hýsti starf­semi flokks­ins en ákvað að reka hann út úr hús­næði flokks­ins í Bol­holti 6.

„Mér þykir mjög vænt um flokk­inn og það sem hann hef­ur byggt upp. Það er ljóst að það eru krefj­andi tím­ar núna en ég hef ekki sagt mig úr flokkn­um og ekki tekið neina ákvörðun um það,“ seg­ir Sanna.

Seg­ir hún þó ljóst að hún eigi erfitt með að starfa með nú­ver­andi stjórn sem tók við eft­ir hall­ar­bylt­ingu í maí á aðal­fundi. Þá sagði hún í sam­tali við mbl.is á sunnu­dag að hún íhugaði stöðu sína í flokkn­um. 

Ýmis­legt komið fram sem kall­ar á nýj­an aðal­fund

Seg­ir hún þó ljóst að hún eigi erfitt með að starfa með nú­ver­andi stjórn sem tók við eft­ir hall­ar­bylt­ingu í maí á aðal­fundi. Spurð seg­ir hún eng­ar regl­ur um það hve oft er hægt að halda aðal­fund hjá Sósí­al­ist­um. Hins veg­ar þurfi tveggja vikna fyr­ir­vara áður en slík­ur fund­ur er hald­inn.

„Það gæti þess vegna gerst á þessu ári ef fé­lag­ar ákveða það. Ég hef ein­mitt heyrt umræður um það hvort það væri ekki viðeig­andi að halda fund bráðlega. Það hef­ur ein­mitt ým­is­legt komið fram sem snýr að kostnaði til lög­fræðinga og ekki óeðli­legt að fé­lag­ar séu spurðir um það hvort slíkt sé viðeig­andi. Eins hvort fé­lag­ar séu sátt­ir við þá stefnu sem hef­ur verið mótuð hvað þessi mál varðar, hvernig farið er með tíma og fjár­muni,“ seg­ir Sanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert