„Hugarflugan“ sem lifnaði við

Svona varð flugan til. Sigurður Árni Sigurðsson fékk flugu í …
Svona varð flugan til. Sigurður Árni Sigurðsson fékk flugu í höfuðið og kom henni á pappír með pennslum og vatnslitum. Nú er flugan orðin raunveruleg og laxar munu fljótlega skoða hana. Ljósmynd/Guðrún Hálfdánardóttir

Vatns­lita­mynd af veiðiflugu, sem Sig­urður Árni Sig­urðsson, einn af Íslands allra fremstu mynd­list­ar­mönn­um málaði, hef­ur nú vaknað til lífs­ins og er flug­an sjálf kom­in fram á sjón­ar­sviðið og til sölu á flugu­barn­um í Veiðihorn­inu. Flug­an varð til í huga lista­manns­ins og þó hún beri keim af ein­hverj­um flug­um er hún skáld­skap­ur í þeim skiln­ingi.

Til eru marg­ar skemmti­leg­ar og áhuga­verðar sög­ur af því hvernig flug­ur urðu til. Eins og svo marg­ar af þess­um sög­um er sag­an af Unna­med Beauty skemmti­leg.

„Sig­urður Árni,  mynd­listamaður og veiðimaður færði okk­ur Maríu fyr­ir fá­ein­um miss­er­um vatns­lita­mynd af flugu. Fluga sem ekki var til nema bara í höfðinu á lista­mann­in­um, sem hafði með vatns­lit­um komið henni á papp­ír. Flug­una nefndi Sig­urður Unna­med Beauty. Þetta er svona hug­ar­fluga, eða var.

Eig­um við ekki að láta hnýta þessa flugu? spurði ég svo Sigga,“ seg­ir Ólaf­ur Vig­fús­son, þegar hann er spurður um nýj­ustu afurðina á flugu­barn­um.

Óli seg­ir að fátt hafi orðið um svör hjá mynd­lista­mann­in­um og hann hafi því ákveðið að taka af skarið.

Málinu lokað. Sigurður Árni, höfundur og Ólafur Vigfússon sem hafði …
Mál­inu lokað. Sig­urður Árni, höf­und­ur og Ólaf­ur Vig­fús­son sem hafði frum­kvæði að því að gæða flug­una lífi. Nú er Unna­med beauty mætt á flugu­bar­inn. Siggi er með ein­tök sem verða notuð í Vatns­daln­um. Ljós­mynd/​Veiðihornið

„Ég sendi mynd af lista­verk­inu til Niklas Dahlin en hann er einn helsti hönnuður og hnýt­ari hjá Shadow Flies í Thailandi hvar við lát­um hnýta all­ar flug­urn­ar okk­ar. Niklas hnýtti prufu­út­gáfu og sendi mér mynd. Ég áfram­sendi mynd­ina á Sig­urð Árna. „Kem eft­ir 10,“ svaraði hann og skömmu síðar birt­ist hann á gólf­inu í Síðumúl­an­um. Við vor­um sam­mála um að láta hnýta einkrækj­una sem hann hafði hannað og var hvergi til, sem silf­ur tví­krækju. Unna­med Beauty er nú kom­in á flugu­bar­inn í Veiðihorn­inu, ennþá ein­göngu í stærð 10 á silf­urt­víkrækju en stærð 12 er vænt­an­leg. Sig­urður var svo ánægður með út­kom­una að hann stakk uppá því að sá eða sú sem veiddi fyrsta lax­inn á þessa ónefndu feg­urð fengi prent af flug­unni í gjöf. Mér finnst þetta skemmti­leg og í raun merki­leg saga því þarna er listamaður sem fær „flugu í höfuðið“ og mál­ar hana, flugu sem ekki er til í raun og veru. Og eft­ir lista­verk­inu er hnýtt fluga sem á að veiða fisk. Hug­ar­fluga sem verður að gríðarlega fal­legri laxveiðiflugu.“

Sig­urður Árni er hæst ánægður með út­kom­una. „For­sag­an að þessu er að ég byrjaði að mála flug­ur um alda­mót­in. Þá gjarn­an út­bjó ég þær á einskon­ar póst­kort og sendi vin­um við hátíðleg tæki­færi. Á jól­um og við sam­bæri­leg tæki­færi. All­ar þess­ar fyrstu flug­ur voru þó ómögu­leg­ar flug­ur og áttu sér litla stoð í raun­veru­leik­an­um,“ hlær Siggi.

Svona máluð af myndlistamanninum...
Svona máluð af mynd­lista­mann­in­um... Mynd/​Sig­urður Árni Sig­urðsson
...og svona hnýtt af Shadow flies í Thailandi. Sá sem …
...og svona hnýtt af Shadow flies í Thailandi. Sá sem fyrst­ur fær lax á hana fær inn­rammað prent af vatns­lita­mynd­inni. Ljós­mynd/​Veiðihornið



Síðar þróaðist þetta út í að hann fór að mála vatns­lita­mynd­ir af þekkt­um flug­um. Þannig tóku þeir fé­lag­ar, Ein­ar Falur Ing­ólfs­son, Þor­steinn Joð og Sig­urður Árni ákvörðun um það þegar þeir skrifuðu hina miklu bók um Vatns­dalsá að Siggi myndi mála mynd­ir af flug­um í stað þess að þær yrðu ljós­myndaðar. Það lukkaðist líka svona ljóm­andi vel og vakti víða at­hygli. Þess­ar mynd­ir hafa ratað víða, bæði í veiðihús, utan á kampa­víns­flösk­ur og sem inn­römmuð lista­verk eins og gerðist með Ónefnda feg­urð eða Unna­med beauty. „Já. Ég er kom­inn með ein­tak en hef ekki enn haft tæki­færi til að prófa að veiða á hana. Það mun ger­ast í Vatns­daln­um síðar í sum­ar. Ég veit að hún hef­ur verið að selj­ast í Veiðihorn­inu og fé­lag­ar mín­ir hafa verið að prófa hana,“ upp­lýs­ir höf­und­ur­inn.

Hann seg­ir þetta al­ger­lega nýja nálg­un. Það er þekkt að stund­um sé stillt upp á sýn­ing­um mynd­um og þar til hliðar megi sjá ávext­ina og eða krukk­una sem mynd­listamaður­inn var að vinna með að koma á striga eða papp­ír. Hér er þessu öf­ugt farið. Flug­an var hnýtt eft­ir lista­verk­inu og lifnaði þannig við af papp­írn­um. 

„Sá sem veiðir fyrsta lax­inn á þessa flugu og seg­ir okk­ur frá því mun fá prent af verk­inu, inn­rammað. Það verður spenn­andi að fylgj­ast með hvernig það mun ganga. Auðvitað verður það skemmti­legt augna­blik að setja þessa flugu und­ir þegar maður mæt­ir í Vatns­dal­inn og kasta henni fyr­ir fisk,“ seg­ir Siggi. Það væri full­kom­in lok­un á hringn­um ef listamaður­inn sjálf­ur fengi svo lax á Unna­med beauty, eða Ónefnda feg­urð.

Sporðaköst bíða spennt eft­ir fram­hald­inu. Hver fær fyrsta lax­inn á flug­una?

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
100 cm Miðfjarðará Christoph­er Hill 19. júlí 19.7.
100 cm Miðsvæðið Laxá í Aðal­dal Helgi Jó­hann­es­son 15. júlí 15.7.
103 cm Laxá í Aðal­dal Aðal­steinn Jó­hanns­son 7. júlí 7.7.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert