Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út undir kvöld í gær til að sækja ferðamann sem fótbrotnað hafði í gönguferð í Reykjadal inn af Hveragerði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út undir kvöld í gær til að sækja ferðamann sem fótbrotnað hafði í gönguferð í Reykjadal inn af Hveragerði. Rann maðurinn til á sleipum steini og þar sem yfir torsótt land var að fara fyrir björgunarsveitir og sjúkralið var ákveðið að kalla þyrlu frá Gæslunni á vettvang.