Fangar Holan sem fangarnir flúðu um.
Fangar Holan sem fangarnir flúðu um. — Reuters
Afgönsk yfirvöld eru miður sín í kjölfar þess að 476 talibanar sluppu úr fangelsi í Kandahar. Alls komst um þriðjungur allra fanga í fangelsinu burt í gegnum mörg hundruð metra löng göng.

Afgönsk yfirvöld eru miður sín í kjölfar þess að 476 talibanar sluppu úr fangelsi í Kandahar. Alls komst um þriðjungur allra fanga í fangelsinu burt í gegnum mörg hundruð metra löng göng. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem fangar sleppa úr þessu fangelsi.

Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir afgönsk yfirvöld, sem hafa í auknum mæli tekið við öryggisgæslu í landinu. Stefnt hefur verið að því að erlendar hersveitir verði með öllu farnar árið 2014.

Nokkrir þeirra sem sluppu hafa þegar verið handsamaðir.