Sjónvarp Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur í næstu viku sýningu á smáseríunni Gold Digger. Julia Ormond leikur þar auðuga eldri konu sem kynnist yngri manni, 36 ára, sem Ben Barnes leikur, þegar hún heldur í einrúmi upp á sextugsafmæli sitt.
Sjónvarp Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur í næstu viku sýningu á smáseríunni Gold Digger. Julia Ormond leikur þar auðuga eldri konu sem kynnist yngri manni, 36 ára, sem Ben Barnes leikur, þegar hún heldur í einrúmi upp á sextugsafmæli sitt. Reynist hann vera úlfur í sauðargæru? Sérstaklega er mælt með þáttunum fyrir unnendur þáttanna vinsælu um Foster lækni, þannig að þeim hlýtur að skola brátt upp á Íslandsstrendur.