Átta prestar og guðfræðingar sóttu um embætti fangaprests þjóðkirkjunnar. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 6. nóvember síðastliðinn.
Umsækjendur eru: séra Bjarni Karlsson, séra Eysteinn Orri Gunnarsson, séra Hannes Björnsson, séra Kristinn Jens Sigurþórsson, Randver Þorvaldur Randversson cand. theol., séra Sigrún Óskarsdóttir, séra Sveinbjörn Dagnýjarson cand. theol. og Ægir Örn Sveinsson mag. theol.
Matsnefnd mun fjalla um umsóknirnar. Biskup mun skipa í embættið þegar matið liggur fyrir.
Hreinn hættur
Séra Hreinn S. Hákonarson sem hefur gegnt embætti fangaprests frá árinu 1993 hefur látið af störfum vegna aldurs. Embættið verður veitt frá og með 1. desember nk.Starfsvettvangur fangaprests eru fangelsin og þjónusta við fanga, aðstandendur þeirra og aðra er láta sig eitthvað varða um hag þeirra.