— AFP
Útför George Floyds fór fram í gær í Houston, heimaborg hans. Líkmenn og útfararstjóri sjást hér bera kistu Floyds til kirkju fyrir athöfnina, en um sex þúsund manns vottuðu Floyd virðingu sína í fyrradag.

Útför George Floyds fór fram í gær í Houston, heimaborg hans. Líkmenn og útfararstjóri sjást hér bera kistu Floyds til kirkju fyrir athöfnina, en um sex þúsund manns vottuðu Floyd virðingu sína í fyrradag. Um fimmhundruð manns sóttu sjálfa athöfnina í gær, þar á meðal hnefaleikakappinn Floyd Mayweather, sem greiddi allan útfararkostnað fyrir fjölskyldu Floyds.

Joe Biden, forsetaframbjóðandi demókrata, heimsótti fjölskylduna á mánudaginn til þess að votta samúð sína. Sagði Biden að andlát Floyds yrði einn af vendipunktunum í sögu Bandaríkjanna hvað varðaði virðingu fyrir lýðréttindum borgaranna. Vísaði Biden til þess að sjö ára gömul dóttir Floyds hefði sagt að pabbi sinn myndi breyta heiminum. „Og ég held að pabbi hennar muni breyta heiminum.“