— AFP
Þjóðhátíðardagur Frakka var haldinn hátíðlegur í gær, en hátíðahöldunum var stillt nokkuð í hóf vegna kórónuveirufaraldursins.

Þjóðhátíðardagur Frakka var haldinn hátíðlegur í gær, en hátíðahöldunum var stillt nokkuð í hóf vegna kórónuveirufaraldursins.

Engu að síður fór hin hefðbundna hersýning á götum Parísarborgar fram, þó að hermennirnir yrðu að marséra með andlitsgrímu líkt og hér sést. Þá var hluti hersýningarinnar sérstaklega tileinkaður heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem væru í „fremstu línu“ baráttunnar gegn kórónuveirunni.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti nýtti tækifærið í sjónvarpsviðtali vegna dagsins til þess að lýsa yfir stuðningi við að fólk yrði skyldað til þess að ganga um með grímu innandyra á almannafæri, en tilfellum í Frakklandi hefur fjölgað nokkuð síðustu daga.