Völlur Þjóðarleikvangurinn í Lúxemborg er fyrirmynd verkefnishópsins.
Völlur Þjóðarleikvangurinn í Lúxemborg er fyrirmynd verkefnishópsins.
Verður nýr þjóðarleikvangur í knattspyrnu reistur á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogsdal en ekki í Laugardalnum í Reykjavík?

Verður nýr þjóðarleikvangur í knattspyrnu reistur á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogsdal en ekki í Laugardalnum í Reykjavík?

„Tíminn er dýrmætur og miðað við hvernig staðan er í dag hjá ríkinu og Reykjavíkurborg varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs teljum við að tími sé kominn til að reyna að leysa það mál á annan hátt. Við sjáum fyrir okkur að það væri hægt að reisa þjóðarleikvang í Kópavogi á næstu fimm árum og fjármagna hann á annan hátt en rætt hefur verið um til þessa,“ segir Gunnar Gylfason, talsmaður hóps sem stofnaður hefur verið til að kanna möguleikana á að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Hópurinn stefnir á að ákvörðun liggi fyrir innan fjögurra mánaða.

40-41