Kosning Prófkjörum hjá tveimur stjórnmálahreyfingum lýkur í dag.
Kosning Prófkjörum hjá tveimur stjórnmálahreyfingum lýkur í dag. — Morgunblaðið/Ómar
Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir prófkjörum um helgina fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí og kosningu í prófkjörum Pírata í tveimur bæjarfélögum lýkur.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir prófkjörum um helgina fyrir

sveitarstjórnarkosningarnar í maí og kosningu í prófkjörum Pírata í tveimur bæjarfélögum lýkur.

Kosning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fer fram í dag en kosið er um sex efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í maí. Fjórtán frambjóðendur taka þátt og sækjast tveir eftir efsta sætinu á D-listanum, þær Ásdís Kristjánsdóttir og Karen Halldórsdóttir.

Kosið er um fimm efstu sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í

Múlaþingi sem fer fram í dag. Átta gefa kost á sér í prófkjörinu. Berglind Harpa Svavarsdóttir býður sig fram í 1. sæti og Jakob Sigurðsson býður sig fram í 1.-3. sæti.

Níu frambjóðendur eru í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra sem fram fer í dag. Kosið er um sex efstu sætin. Ásmundur Friðriksson gefur kost á sér í oddvitasæti listans, Ingvar P. Guðbjörnsson sækist einnig eftir fyrsta sæti og Eydís Þorbjörg Indriðadóttir býður sig fram í 1.-3. sæti.

Prófkjöri Pírata í Hafnarfirði sem hófst 5. mars lýkur í dag. Tólf einstaklingar gefa kost á sér. Einnig lýkur prófkjöri Pírata í Árborg kl 15 í dag en þar eru þrír frambjóðendur í kjöri.