Keflavík hafði betur gegn Grindavík, 80:78, í æsispennandi granna- og toppslag í 7. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í Grindavík í gærkvöldi. Keflavík náði með sigrinum fjögurra stiga forskoti á toppnum og er liðið enn með fullt hús
Keflavík hafði betur gegn Grindavík, 80:78, í æsispennandi granna- og toppslag í 7. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í Grindavík í gærkvöldi. Keflavík náði með sigrinum fjögurra stiga forskoti á toppnum og er liðið enn með fullt hús. Grindavík er í öðru sæti með tíu stig. Valur er einnig með tíu stig eftir 75:55-útisigur á Snæfelli. Nýliðar Stjörnunnar og Þórs fögnuðu einnig sterkum sigrum. » 23