Bann Jontay Porter fær ekki að spila framar í NBA-deildinni.
Bann Jontay Porter fær ekki að spila framar í NBA-deildinni. — AFP/Gregory Shamus
Jontay Porter, miðherji Toronto Raptors, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann af NBA-deildinni í körfuknattleik fyrir að brjóta gegn veðmálareglum deildarinnar. „Rannsókn deildarinnar leiddi í ljós að Porter braut gegn reglum hennar með því …

Jontay Porter, miðherji Toronto Raptors, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann af NBA-deildinni í körfuknattleik fyrir að brjóta gegn veðmálareglum deildarinnar. „Rannsókn deildarinnar leiddi í ljós að Porter braut gegn reglum hennar með því að láta veðjendum í té trúnaðarupplýsingar, takmarka eigin þátttöku í einum eða fleiri leikjum vegna veðmála og veðja á leiki í NBA-deildinni,“ sagði í tilkynningu frá deildinni.