Í fjórða þætti í þessari seríu fékk ég til mín kvenskörunginn Hildi Eir. Við fórum yfir hennar vegferð og fjölskylduhagi. Hildur hefur tvisvar sinnum greinst með krabbamein. Hvernig sérð þú lífið öðruvísi eftir slíka reynslu? Er munur á því hvernig lífið er metið í dag en var? Vinnan hennar er sóknarprestur hjá Akureyrarkirkju og þar starfar hún á daginn. Hún brennur fyrir það starf, en ætlaði að verða eitthvað allt annað en prestur þegar hún var yngri. Gaman var að heyra söguna hvernig hún ákvað að setja á sig hvíta kragann. Henni þykir gaman að skrifa og hefur hún gefið út ljóðabækur. Svo má búast við meiru þar í komandi framtíð. Sem eru góðar fréttir fyrir þá sem hafa lesið bækurnar hennar. Og alla hina líka sem eiga það eftir. En hvað það verður, verður að koma í ljós.
Það var virkilega gaman að tala við hana um lífið, um dauðann og allt þess á milli. Hildur er merkilega skemmtileg kona.
Þú þarft bara að hlusta og þá samþykkir þú það:)
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu.