Heimir er formaður bæjarráðs, þjálfari KA -Þórs í handboltanum og til næstum 30 ára verið þjálfari. Heimir Örn kíkti í gott spjall. Við fórum yfir feril hans í handboltanum og ég spurði hann hvers vegna hann væri með æðstu þjálfaragráðuna í handboolta ef hann ætlar ekki að nota hana. Allt opið í þeim efnum segir Heimir. Hann á þrjú börn og tók að sér nýtt hlutverk þegar hann náði oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir síðustu kosningar. Ég hef þekkt Heimi lengi en hann kemur á óvart og það ætti í raun ekki að koma á óvart að hann kemur á óvart. En hann gerði það duglega í þættinum þegar hann ákvað að syngja eitt af sínum uppáhaldslögum í 10 bestu. Sá fyrsti sem gerir það. Það hefur hann aldrei gert áður.
Hann er maður orða sinna, vill taka samtalið, og þorir að henda í eitt lag sem reyndar var tekið upp (one take) í stúdíói hjá góðvini hans úr boltanum Degi Sigurðssyni.
Frábært spjall við góðan dreng. Ekki missa af þessu!
Takk fyrir að hlusta á 10 bestu.