Steini kom til okkar og segir okkur alla söguna hvernig hann upplifði för sína á dögunum yfir jökulinn ásamt 7 öðrum. 31 dagur, 500 kílómetrar og allt sem því fylgir. Einnig þá rifjar hann upp slysið á sama jökli 22 árum fyrr. Þar sem hurð skall nærri hælum og aðeins 5 metrar skáru úr um það hvort hann lifði eða ekki. Hann hafði aldrei talað um það áður fyrr en hér.
Hver lifir af 25 metra frjálst fall á íssyllu og stendur uppréttur eftir það og hvað þá heldur... tekur þátt í björgunarleiðangrinum sem var ástæða komu hans á jökulinn í það skipti? Alveg einstök frásögn.
Frábært viðtal við Steina sem er strax farinn að plana hvað sé næst.
Takk fyrir að hlusta á Viðtalið!