Gestur þáttarins heitir Jakobína og starfar sem mannauðsstjóri Hrafnistu. Við settumst niður og ræddum stefnumótunarvinnu,
fræðslumál, styttingu vinnuvikunnar og allskonar skemmtilegt sem er í gangi hjá þeim. Í raun má segja að undanfarin ár hafi Hrafnista farið í gegnum mikið umbreytingarferli og það kemur skýrt fram miðað við það sem hún segir okkur.
Þau vinna meðal annars með það að þau eru þjónustufyrirtæki og það sem kjarnar starfseminnar þeirra er í raun þetta:
“Við vinnum á heimili fólks en þau búa ekki á vinnustaðnum okkar!”
Styrktaraðilar þáttarins eru ekki af verri endanum –
Akademias, HOOBLA, YAY, Moodup og Alfreð.