Á mannauðsmáli

Á mannauðsmáli

Gestur minn að þessu sinni er Dröfn Guðmundsdóttir sem er mannauðsstjóri hjá Origo. Fyrirtækið hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið og sérstaklega hvað varðar jafnréttismál og starfsánægju á tímum Covid. Við ræddum það hvernig er hægt að auka þátttöku kvenna í tæknigeiranum, hvaða áhrif fyrirmyndir hafa í þessum efnum og hvaða skref þarf að taka til þess að það beri árangur. Einnig ræddum við starfsánægju sem hefur mælst ótrúlega góð hjá þeim og þar skiptir miklu máli að upplýsa vel og að stjórnendur haldi vel utan um sitt fólk. Nóg af skemmtilegu spjalli, gjöriði svo vel.  Þátturinn er í boði Akademias - akademias.is. 

23. Dröfn Guðmundsdóttir - OrigoHlustað

16. feb 2021