MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:Alltaf sama platan 16. þáttur - POWER UPSmári Tarfur og Birkir Fjalar vakna af værum blundi á rúmsjó þeim er liggur eftir sprellibossanna geðþekku í AC/DC. Báturinn er farinn að leka. Þeir eru áttaviltir, óákveðnir og jafnvel orðlausir. Sextánda og sennilega síðasta platan liggur fyrir og tilfinningarnar eru blendnar. Bæði vegna sveitarinnar sjálfrar og líka vegna þess að þessi tiltekni þáttur táknar endalok þáttaraðarinnar sem kumpánarnir hafa deilt með hlustendum sínum annað veifið í tæp tvö ár.Heyrðum við blautt prump? Sáum við neista? Eiga gamalmennin eitthvað inni eða er komið nóg? Endurreisn, upprisa, ristruflanir? Power Up heitir hún kom heit út úr byssuhlaupinu, það vantaði ekki. Allt í einu voru öll að tala um AC/DC á ný. Þetta var fyrir tveimur árum. Þeim tókst þetta. Magnað þetta langlífi. Covid var heitt dæmi. Öll eru að tala um dönsku myndina Druk. Tiger King og The Queen's Gambit ríða röftum í sjónvarpi. Billie Eilish, Post Malone og The Weekend eiga sviðið. En einhvernvegin, eins og fyrir kraftaverk sem snúið er í gang af aðdáendum, kemst Power Up í fyrsta sæti á a.m.k. 21 listum hingað og þangað um heiminn, eru tilfefndir til ýmissa tónlistarverðlauna og vinna sjálfsagt einhver þeirra. Og þetta gera þeir með aðalsprautu og leiðtoga undir grænni þúfu, trommarann í réttarsal og heyrnalausan söngvara, svo eitthvað sé nefnt.Það skal viðurkennast að við þáttarstjórnendur stóðum töluvert á gati í þessum þætti. Upptökur voru að þessu sinni ljúfsárar. Við vissum mismikið um AC/DC. Tarfurinn vissi eiginlega allt en Birkir er dæmigerður diet-aðdáandi sem sleppti takinu á sveitinni þegar hann var unglingur. Báður höfum lært margt við gerð þessara þáttaraðar. Við hlustuðum svo mikið á AC/DC og þurftum að endurskoða, aflæra og endurmeta svo mikið af dóti sem við héldum að væri í gömlu pækilstunnum fortíðarinnar. AC/DC gefa nefnilega ekki alltaf út sömu plötuna. Við færðum rök fyrir því, oft og mörgum sinnum. Plötur sem gerðu lítið fyrir okkur þegar við vorum yngri sýna okkur spennandi og ferskar hliðar nú. Það er svo skemmtilegt. Ef okkur hefur lærst eitthvað sem við viljum deila með ykkur þá er það að AC/DC er sýnd veiði en ekki gefin. Og að nánast öll tónlist ætti að fá gaumgæfilega og einbeitta endurhlustun okkar. Eftir því sem við eldumst, eftir því sem fjarlægðin er meira, því meira nýtt eða grafið heyrum við. Húrra fyrir því!Og húrra fyrir hlustendum! Hjartans þakkir til ykkar allra sem hafið fylgt okkur. Þeim ykkar sem segið öðrum frá þættinum. Þeim ykkar sem við heyrum aldrei frá. Og sérstaklega ykkur sem hafið verið í sambandi og samfloti með ykkur allan þennan tíma. Ykkar skál, elskurnar! We salute you!Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47, Hafnafirði og Básvegi 10 í Keflavík. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Hreinlætisvörur fyrir heimilið og sjálft musterið sem við búum í, sjálfan líkamann. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið