Karlpungarinn í Alltaf sömu plötunni verða fyrir Flick Of The Switch uppljómun og það með öskrum og látum. Þátturinn er taumlaus og það rýkur úr upptökuskúrnum svo um munar. Þriðja "Brian Johnson platan" kom út árið 1983 og fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, það mikið reyndar að ekkert laga hennar hefur lifað nægilega lengi til að verða hluti af tónleikaprógrammi sveitarinnar komandi ára. Því má segja að Flick Of The Switch marki upphaf ákveðinnar hnignunar hvað vinsældir varðar, a.m.k. hvað snertir seld eintök nýs efnis. AC/DC eru á þessum tíma ennþá risar rokksins en Flick Of The Switch mistekst að ná fótfestu. Af hverju skildi það vera og eru það verðskulduð örlög? Þátturinn fjallar að miklu leiti um það.Trommuböðullinn, tónlistarútgefandinn og Íslandsgælan, John Evicci, sendir þættinum sögu úr fortíð sinni ásamt hugrenningum um plötuna. Fríða Þorkelsdóttir, bókmenntafræðingur og þýðandi, ljáir orðum Evicci rödd sína.Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og geta skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.Alltaf sama platan er framleiðsla Snæfugls.
08. Alltaf sama platan - Flick Of The Switch (John Evicci & Fríða Þorkelsdóttir)