Alltaf sama platan

Alltaf sama platan

Árið er 2014. Spekingar segja rokkið dautt. Metallica búnir að dobbla það sem sum kalla endurkomu þeirra sveitar. Guns  'N' Roses eru einhvernvegin komnir á kreik, og þó. Taylor Swift skín skærar en nokkur önnur manneskja og engin selur fleiri plötur. Robin Williams, leikarinn dáði, tekur eigið líf. Bill Cosby er opinberaður sem manndrulla. Platan Rock Or Bust með krökkunum í AC/DC kemur út og gæti verið þeirra næst síðasta. Trommarinn okkar er í neyslutengdu geðrofi, ofsóknaróður og hættulegur. Brian Johnson á þrjú ár í sjötugt en syngur enn, slær sér á lær og segir sögur af gröðum körlum sem kveikja sér í rettu og tala um ungar stelpur. Allt með felldu hér. En stærsta fréttin í þessu tiltekna sólkerfi er að Malcolm Young glímir við elliglöp og veikindi þeim tengdum og kemur ekki að gerð plötunnar. Er yfirleitt hægt að semja, spila, taka upp, hljóðblanda AC/DC plötu án þessa mikilmennis gítarrokksins? Hann, hryggjarstykki og sál sveitarinnar, að margra mati...Sérstakur gestur þáttarins er Ólafur Torfi Ásgeirsson, sem getur og gerir allt mögulegt í tónlist (spilar, tekur upp, setur út....) og þá iðulega á bak við tjöldin. Spekúlant og lúði eins og þeir gerast bestir. Sérfræðingur og ljúfmenni, þó með ákveðnar skoðanir og eigin sýn á hlutina. Góður gestur það!Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47, Hafnafirði og Básvegi 10 í Keflavík. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Hreinlætisvörur fyrir heimilið og sjálft musterið sem við búum í, sjálfan líkamann. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið. 

15. Rock Or Bust (Ólafur Torfi Ásgeirsson)Hlustað

25. nóv 2022