Alltaf sama platan

Alltaf sama platan

Þegar hér er komið sögum standa þáttarstjórnendur frammi fyrir fjalli í veginum. Frá fjallaklifri, upp á topp og aftur niður, verður ekki komist. Er þetta Mount Everest? K2 jafnvel? Mount Olympus? Mariana skurðurinn? Þetta er hnullungurinn. Krúnudjásnið sem finnst á nánast hverju heimili landsins. Platan sem allir þekkja. Þetta er mest selda rokkplata mannkynssögunnar. Þetta er Back In Black. Hvernig er hægt að tala um slíka plötu og leiða til lyktar á einni kvöldstund? Á að setja á sig alfræðigleraugu? Er rifrildi óhjákvæmilegt? Þarf að breyta diplómatískri kænsku? Þegar stórt er spurt... Smári og Birkir fara þetta á tilfinningunni og oft vefst þeim tunga um tönn, standa á gati og dæsa af ást og undrun. Slíkt er gildi og áhrif plötunnar á líf þeirra beggja í tímanna rás. Sá fyrrnefndi gætir þess að skipið strandi ekki á skeri en sá síðarnefndi upplifir eins konar spennufall í „beinni útsendingu“ og fálmar eftir samsetningu orða sem geta komið upplifun hans sómasamlega til skila. Tekst það? Hlustið og komist að því sjálf. Aðalmálið er hins vegar að nú er Alltaf sama platan búin að klífa tindinn og komst þrátt fyrir allt heil heim en þó marin, rispuð og krambúleruð. Útvarpsstjarnan, hestakonan og fyrrverandi grunnskólaplötusnúðurinn Hulda G. Geirsdóttir lætur í sér heyra. Hallur Ingólfsson, tónlistamaður, tónskáld, upptökumaður, meðlimur hljómsveita á borð við Skepnu, 13 og Bleeding Volcano flytur innblásna fjallaræður svo tekur undir í dómsdagsbjöllum helvítis. Frá Bandaríkjum Norður-Ameríku kemur svo hinn fjölhæfi og ævinlega sjarmerandi tónlistarmaður Stephen Brodsky (Cave In, Mutoid Man, New Idea Society og Old Man Gloom) til að taka þátt í geðshræringunni.Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og geta skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.Alltaf sama platan er framleiðsla Snæfugls

06. Alltaf sama platan - Back In Black (Hulda Geirsdóttir, Hallur Ingólfsson & Stephen Brodsky)Hlustað

1. jún 2021