Rósa María Hjörvar stundar doktorsnám í bókmenntafræðum við Háskóla Íslands, hún hefur dvalið helming ævinnar í Danmörku og á nokkrar góðar sögur frá þeim árum. Hún getur spilað keilubilljard með lokuð augun og kann óbrigðult ráð til að sjá hvort unglingapartý hafi átt sér stað. Dagur segir frá húsgagnaviðgerðum eftir partý og hvernig hann fékk titilinn Guðfaðirinn.