Halldóra Geirharðsdóttir, leikari, leikstjóri, kvikmyndastjarna, trúður, kennari og stofnmeðlimur í hljómsveitinni Risaeðlunni er viðmælandi þáttarins. Hún er að senda frá sér plötu með hljómsveitinni Látún og í þættinum ræðir hún um árið sem hún hvarf í sértrúarsöfnuð og sú staðreynd hvað Dagur er laglaus og sjúkur í lakkrís ber einnig á góma.