Moses Hightower tekur stutt skref og fer upp á háa C, Memfísmafían sötrar síðasta móhítóinn um blánótt á Kúbu og Formaður Dagsbrúnar ummyndast í Tilbury. Sigur Rós breytist úr kvartett í tríó, Múgsefjun fær ekki nóg, Magni er á heimaslóðum, Egill Ólafsson kynnir Finnsk íslenska vetrarbandalagið og Dimma fremur myrkraverk. Of Monsters & Men slær í gegn í útlöndum, Magnús og Jónas gæta hugsana sinna og Ghostigital svífur inn í draumalandið með David Byrne. Ásgeir Trausti og Blaz Roca heilla dömurnar með derhúfu og hvítum skóm, Borko er frjálsborinn maður, og Elíza Newman er með heimþrá.
Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Meðal viðmælenda í þriðja hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2012 eru Steingrímur Teague, Andri Ólafsson, Bragi Valdimar Skúlason, Tómas R. Einarsson, Þormóður Dagsson, Egill Ólafsson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm, Orri Páll Dýrason, Kári Sturluson, Erpur Eyvindarson, Daði Birgisson, Björn Heiðar Jónsson, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallsson, Haraldur Leví Gunnarsson, Magni Ásgeirsson, Björn Kristjánsson, Einar Örn Benediktsson, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson og Elíza Newman.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Moses Hightower - Stutt skref
Moses Hightower - Sjáum hvað setur
Moses Hightower - Tíu dropar
Moses Hightower - Háa C
Moses Hightower - Góður í
Sigurður Guðmundsson & Memfísmafían - Blánótt
Sigurður Guðmundsson & Memfísmafían - Síðasti móhítóinn
Tilbury - Riot
Tilbury - Drama
Tilbury - Tenderloin
Egill Ólafsson - Vetur
Egill Ólafsson - Ókeypis
Egill Ólafsson - Eitt stundarbil
Egill Ólafsson - Orð falla í stafi
Sigur Rós - Ekki múkk
Sigur Rós - Rembihnútur
Sigur Rós - Varúð
Magnús Þór & Jónas Sigurðsson - Ef ég gæti hugsana minna
SSSól & John Grant - Finish On Top
Ásgeir Trausti & Blaz Roca - Hvítir skór
Hljómar - Þú og ég (Remix - Svartur á leik)
Grasasnarnir - Til í tuskið
Múgsefjun - Þórðargleði
Múgsefjun - Sendlingur og sandlóa
Múgsefjun - Fékkst ekki nóg
Of Monsters & Men - Slow & Steady
Of Monsters & Men - Lakehouse
Of Monsters & Men - Love Love Love [Live í Garðinum]
Of Monsters & Men - Little Talks [Live Jimmy Fallon]
Of Monsters & Men - Dirty Paws
Dimma - Þungur kross
Dimma - Sólmyrkvi
Dimma - Skuggakvæði
Magni Ásgeirsson - Augnablik
Magni Ásgeirsson - Hugarró
Magni Ásgeirsson - Heim
Magni Ásgeirsson - Ásberg
Júpíters - Þokkagyðja
Valgeir Guðjónsson og Jón Jónsson - Spáný djúsí vinátta
200.000 naglbítar - Í Matarskauti mjúku
Ómar Guðjónsson - Bankað
Borko - Born To Be Free
Borko - Hold Me Now
Ghostigital feat. David Byrne - Dreamland
Grasasnarnir - Til í tuskið
FM Belfast - Öll í Kór (Unicef lagið)
Elíza Newman - Stjörnuryk
Elíza Newman - Hver vill ást
Elíza Newman - Þú veizt