Árið er

Árið er

Pétur Ben og Eberg rugla saman reytum sínum, Kjarr bíður eftir sumrinu, Sóley Stefáns slær í gegn á Youtube og sólóverkefnið Sin Fang Bous breytist í hljómsveitina Sin Fang. Hljómsveitin Reykjavík spilar melódísk lög undir glitrandi gítarhaug, Bubbi semur og syngur sálartónlist hljómsveitin, HAM snýr aftur en Dikta skilur ekki eftir hverju við erum að bíða. Björgvin Halldórsson fagnar sextugsafmæli með þrennum afmælistónleikum í Háskólabíói en Eyfi fagnar fimmtugsafmæli með fimmtíu tónleikum víðs vegar um landið. Hljómsveitin 1860 syngur um svaðilför á Snæfellsnesi, Gylfi, Rúnar og Megas eru þrjár stjörnur en liðsmenn FM Belfast eru í svo miklu stuði að þeir neita að ganga til náða? Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu. Meðal viðmælenda í þriðja hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2011 eru Einar Tönsberg, Pétur Þór Benediktsson, Kjartan Ólafsson, Sóley Stefánsdóttir, Sindri Már Sigfússon, Bóas Hallgrímsson, Valdimar Jóhannsson, Haukur Heiðar Hauksson, Þorkell Máni Pétursson, Bubbi Morthens, Daði Birgisson, Davíð Berndsen, Hlynur Júní Hallgrímsson, Þórunn Erna Clausen, Árni Rúnar Hlöðversson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Árni Vilhjálmsson, Óttar Proppé, Arnar Gíslason, Guðni Finnsson, Kristín Anna Guðmundsdóttir og Róbert Örn Hjálmtýsson. Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson. Lagalisti: Pétur Ben & Eberg - Come On Come Over Pétur Ben & Eberg - Numbers Game Pétur Ben & Eberg & Mugison - I’m Here Pétur Ben & Eberg - Over & Over Kjarr - Beðið eftir sumrinu Kjarr - Lottery Sóley - I'll Drown Sóley - Pretty Face Sóley - Smashed Birds Sin Fang - Because Of The Blood John Grant - Marz (Live Airwaves) Sinead O’Connor - Very Far From Home (Live Airwaves) Reykjavík! - Hellbound Heart Reykjavík! - Tenzing Norgay Ourlives - Blissful Ignorance Song For Wendy - The Night Todmobile - Hér og nú Birgitta Haukdal - Straumar Dikta - What You Are Waiting For Dikta - Cycles Dikta - A Day At The Opera Dikta - In Spite Of Me Bubbi Morthens - Blik þinna augna Bubbi Morthens - Ísabella Bubbi Morthens - Háskaleikur Bubbi Morthens - Verið djörf alla leið Berndsen & Bubbi Morthens - Úlfur Úlfur 1860 - For You Forever 1860 - Orðsending að austan 1860 - Snæfellsnes FM Belfast - Vertigo FM Belfast - Stripes FM Belfast - American FM Belfast - I Don’t Want To Sleep Either Memfismafían og Valdimar Guðmundsson - Okkar eigin Osló Memfismafían og Valdimar Guðmundsson - Það styttir alltaf upp Dísa & Memfísmafían - Elding HAM - Sviksemi HAM - Einskis son HAM - Dauð hóra HAM - Ingimar Eyjólfur Kristjánsson & Björn Jörundur - Allt búið Grafík - Bláir fuglar Eldberg - Enginn friður GRM - Þrjár stjörnur Björgvin Halldórsson - Sendu nú gullvagninn Björgvin Halldórsson - Leiðin heim Hljómsveitin ÉG - Ég var að hugleiða Hljómsveitin ÉG - Maðurinn

Árið er 2011 - þriðji hlutiHlustað

01. jún 2024