Retro Stefson er hampað sem líflegasta bandi landsins og Ekki vanmeta Pascal Pinon, Ylja flytur angurværa þjóðlagatónlist, Kiriyama Family heillar landann með grúvknúnu mjúkpoppi og Bubbi segir sögur úr þorpinu. Þórunn Antonía og Berndsen rugla saman reytum sínum, Friðrik Dór er vélrænn, The Vintage Caravan fer í ferðalag og Stúlknatríóið Charlies reynir við ameríska drauminn. Það er sumar hvern einasta dag hjá Mannakorni, Hreimur Örn er agndofa, Skálmöld berst við börn Loka, og Helgi Júlíus hvetur Íslendinga til að standa saman.
Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Meðal viðmælenda í öðrum hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2012 eru: Unnsteinn Manúel Stefánsson, Haraldur Leví Gunnarsson, Bjartey Sveinsdóttir, Guðný Gígja Skjaldardóttir, Víðir Björnsson, Karl Magnús Bjarnason, Jónas Sigurðsson, Bragi Valdimar Skúlason, Guðmundur Kristinn Jónsson, Magnús Eiríksson, Jófríður Ákadóttir, Ásthildur Ákadóttir, Bubbi Morthens, Daði Birgisson, Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Davíð Berndsen, Friðrik Dór Jónsson, Þorkell Máni Pétursson, Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir, Þráinn Árni Baldvinsson og Björgvin Sigurðsson.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Retro Stefson - Qween
Retro Stefson - Julia
Retro Stefson - Glow
Retro Stefson - She Said
Ylja - Konan með sjalið
Ylja - Á rauðum sandi
Ylja - Út
Kiriyama Family - Sneaky Boots
Kiriyama Familiy - Weekends
Kiriyama Familiy - Heal
Kiriyama Family - Portobello
Mannakorn - Sumar hvern einasta dag
Mannakorn - Á meðan sumar framhjá fer
Mannakorn - Vals númer tvö
Sálin hans Jóns míns - Hjartadrottningar
Lay Low - The Backbone
Andrea Gylfadóttir - Prinsessan (Live Stúdíó 12)
Hreimur Örn Heimisson - Agndofa
Bryan Ferry - Love Is The Drug (Live í Hörpu)
The Vaccines - Ó Reykjavík (Live í Listasafninu)
Pascal Pinon - Ekki vanmeta
Pascal Pinon - Somewhere
Pascal Pinon - Þerney
Bubbi Morthens - Óskin
Bubbi Morthens - Fjórtán öskur á þykkt
Bubbi Morthens - Þorpið
Þórunn Antónía - For Your Love
Þórunn Antónía - Out Of Touch
Þórunn Antónía - Too Late
Þórunn Antónía - So High
Þórunn Antónía - Electrify My Heartbeat
Friðrik Dór - Út að heimsenda
Friðrik Dór - Guðdómleg
The Vintage Caravan - Going Home
The Vintage Caravan - Midnight Meditation
The Vintage Caravan - Do You Remember
The Charlies - Fighter On The Dance Floor
The Charlies - Game Over
Bruno Mars - Just The Way You Are
The Charlies - Monster (eat me)
The Charlies - Hello Luv
Skálmöld - Gleipnir
Skálmöld - Narfi
Skálmöld - Miðgarðsormur
Helgi Júlíus og Valdimar - Stöndum saman
Helgi Júlíus og Valdimar - Þú ert mín