Árið er

Árið er

Það kemst enginn með tærnar þar sem Mugison hefur hælana, Sólstafir rokka í stinningskulda niðri í fjöru og Björk fer áfram ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun. Lay Low syngur á íslensku á sinni þriðju plötu, Daníel Ágúst fer í bingó, Nýdönsk er í nánd og GusGus flokkurinn gefur út sína áttundu hljóðversplötu. Samstarfi Megasar og Senuþjófanna fylgir hugboð um vandræði, Magnús Þór og Páll Rósinkranz taka höndum saman og Hera Hjartardóttir skýtur upp kollinum. Ingó Veðurguð fær Fjallabræður til liðs við sig, Felix Bergsson syngur lög við ljóð Páls Ólafssonar, Bogomil Font & Hákarlarnir skoða dýrafræðin og Quarashi snýr aftur. Hljómsveitin Ég skoðar ímynd fíflsins, Valdimar Guðmundsson hittir Memfismafíunna í okkar eigin Osló og Hljómskálinn hefur göngu sína í sjónvarpi allra landsmanna. Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu. Meðal viðmælenda í öðrum hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2011 eru Örn Elías Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, Birgir Þórarinsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Bragi Valdimar Skúlason, Snorri Helgason, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallsson, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Björk Guðmundsdóttir, Ingólfur Þórarinsson, Aðalbjörn Tryggvason, Guðmundur Óli Pálmason og Felix Bergsson. Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson. Lagalisti: Mugison - Haglél Mugison - Stingum af Mugison - Þjóðarsálin Mugison - Góðan dag Mugison - Kletturinn [Live @ Harpa] Mugison - Áfall Megas & Senuþjófarnir - Ekkert er andstyggilegra Megas & Senuþjófarnir og Ágústa Eva - Lengi skal manninn reyna Megas & Senuþjófarnir - Kúkur í flagi Hera Hjartardóttir - Litre Of Me Hera Hjartardóttir - Rattle My Bones Gus Gus - Within You Gus Gus - Over Gus Gus - Deep Inside Gus Gus - Arabian Horse Bogomil Font & Hákarlarnir - Dýrafræðin Páll Rósinkranz & Magnús Þór - Einu sinni Quarashi - Beat’em Mammút - Bakkus FM Belfast & Jóhann Helgason - Feel So Fine Of Monsters And Men + Snorri Helgason - Öll þessi ást Valdimar & Magnús Eiríksson - Apinn í búrinu Valdimar & Þorsteinn Einarsson - Ameríka Sigríður Thorlacius & Valdimar Guðmundsson - Líttu sérhvert sólarlag Lay Low - Horfið Lay Low - Brostinn strengur Lay Low - Vonin Lay Low - Gleym mér ei Björk & Ómar Ragnarsson - Þrjú hjól undir bílnum Björk - Crystalline Björk - Cosmogony Björk - Virus Ný Dönsk - Í nánd Ný Dönsk - Umboðsmenn drottins Daníel Ágúst - Yeah Yeah Yeah Daníel Ágúst - Bingo Daníel Ágúst - Snowflake Ingó - Fanney Ingó & Fjallabræður - Ertu ástfangin Ingó & Katrína Mogensen - Með þér Sextett Ólafs Gauks og Björn R. Einarsson - Því ertu svona uppstökk Jónas Jónasson - Vor í Vaglaskógi Ríó Tríó - Tár í tómið Sólstafir - Æra Sólstafir - Fjara Sólstafir - Stinningskaldi Sólstafir - Þín orð Felix Bergsson - Sem hjörturinn þráir Felix Bergsson - Vorljóð

Árið er 2011 - annar hlutiHlustað

01. jún 2024