Í þættinum fá systurnar til sín sinn fyrsta gest!
Uppeldissystir Ingu og vinkona þeirra beggja, hún Anna Lilja, kemur og deilir með okkur sínum allra verstu stefnumótasögum ásamt því sem systurnar segja sínar eigin (ásamt innsendum sögum).
Hver kynnir manneskju fyrir stórfjölskyldu sinni á fyrsta stefnumóti?
Af hverju tekur maður road rage þegar hann býður konu á ísdeit?
Hversu lengi hefði Inga haldið áfram að næstum því detta ef deitið hennar hefði ekki bjargað henni frá glötun?
Þetta og svo allt of mikið meira!
#11 Þegar stefnumót endar í ættarmóti - verstu stefnumótin