Viðmælandi þáttarins er Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís matarverslunarinnar. Gréta er fædd árið 1980 og alin upp á Flateyri og síðar í Seljahverfinu í Reykjavík. Hún fór í Menntaskólann í Reykjavík áður en hún fór út í skiptinám til Bandaríkjanna og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gréta María er með BS og MS próf í verkfræði frá Háskóla Íslands. Gréta hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað í ýmsum greinum en hefur vakið mesta athygli fyrir störf sín á smásölumarkaði. Eftir útskrift starfaði hún þó í fjármála- og upplýsingatæknigeiranum, m.a. sem forstöðumaður hagdeildar Arion áður en fór í smásölugeirann, þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri Festi og framkvæmdastjóri Krónunnar. Þátturinn er í boði Arion, Sólar, Festu - miðstöðvar um sjálfbærni og KPMG.
79. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís