Athafnafólk

Athafnafólk

Viðmælandi þáttarins er Finnur Pind, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Treble Technologies, sem er fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað til hljóðhermunar (e. sound simulation). Hugbúnaður Treble er nýttur af fyrirtækjum út um allan heim í bygginga-, tækni- og bílageirum til þess að hanna betri hljóðupplifanir og draga úr hávaða, meðal annars af mörgum af stærstu tækni- og verkfræðifyrirtækjum heims. Finnur er fæddur árið 1986 og uppalinn í hlíðunum í Reykjavík. Hann er með BS gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MS próf og doktorsgráðu í hljóðverkfræði (e. acoustics engineering) frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Áður en Finnur stofnaði Treble starfaði hann um árabil sem forritari og ráðgjafaverkfræðingur. Á sínum yngri árum var Finnur einnig virkur tónlistarmaður í jaðarrokkssenu Reykjavíkur. Þessi þáttur er kostaður af Indó og Skaga.

69. Finnur Pind, meðstofnandi og framkvæmdastjóri TrebleHlustað

18. sep 2024