Athafnafólk

Athafnafólk

Viðmælandi þáttarins er Margrét Harðardóttir, Senior Vice President hjá Arggosy Real Estate Partners (AREP) þar sem hún er yfir fjáröflun og fjárfestatengslum. Fyrirtækið stýrir framtakssjóðum sem fjárfesta í ákveðnum tækifærum í fasteignum á lægra miðstigi markaðarins  (e. lower middle market) og hefur nú yfir $3,5 milljarða af fasteignum í stýringu. Margrét er alin upp í Bandaríkjunum og á Íslandi, gekk í Menntaskólann í Kópavogi en lauk síðan BS í viðskiptafræði, með aukagrein í alþjóðlegum öryggis- og ágreiningsúrlausnum (e. International Security and Conflict Resolution) frá San Diego State University. Margrét starfaði áður sem framkvæmdastjóri (e. Managing Director) hjá Lateral Investment Management framtakssjóði (e. Private equity) og bar ábyrgð á vöruþróun, stefnumótun og fjáröflun en fyrirtækið var með um $800 milljónir undir stýringu en Margrét var í stofnendateymi sjóðsins. Lateral veitir vaxtarfé til fyrirtækja á miðstigum (e. middle market) með áherslu á B2B tæknifyrirtæki. Áður en hún gekk til liðs við Lateral var Margrét yfir fjárfestatengslum hjá framtakssjóði sem fjárfesti í fasteignum og vann hjá Bainbridge Capital, ráðgjafarfyrirtæki í samruna og yfirtökum (m&a) með aðsetur í La Jolla, Kaliforníu. Þátturinn er kostaður af Indó og Skaga.

68. Margrét Harðardóttir, Senior Vice President hjá Arggosy Real Estate Hlustað

13. sep 2024