Athafnafólk

Athafnafólk

Viðmælandi þáttarins er Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, stofnandi og meðeigandi Lindex og Gina Tricot á Íslandi. Lindex er sænsk verslunarkeðja sem selur kven- og barnaföt og Gina Tricot er sænsk tískukeðja sem selur kvenmannsföt. Lóa er fædd árið 1979 og alin upp í Flóanum og á Selfossi. Hún gekk í Menntaskólann í Kópavogi og lauk síðan BS prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift vann hún sem verkefnastjóri um tíma hjá Innovit, sem hélt m.a. utan um viðskiptaáætlanakeppnina Gulleggið. Lóa flutti síðan til Svíþjóðar ásamt manni sínum Alberti Þór og tveimur sonum og stofnaði verslunina Emil og Línu við eldhúsborðið sem seldi sænskar vörur á Íslandi. Þau fengu svo hugmyndina að fá sérleyfi fyrir Lindex á Íslandi og eru verslanirnar nú um tíu talsins. Seinna fengu þau svo um sérleyfi fyrir Gina Tricot og eru verslanirnar nú um fjórar talsins. Þau hafa nú nýverið tekið við rekstri barnafataverslunarinnar Dimmalimm á Laugavegi og samhliða því tryggt sér sérleyfi fyrir spænska barnafatamerkið Mayoral og vinnur Lóa þessa dagana í að vekja upp Lína og Emil vörumerkið og koma upp eigin framleiðslu á barnafötum.  Þessi þáttur er í boði Arion, Sólar og KPMG.

74. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, meðeigandi Lindex og Gina Tricot á ÍslandiHlustað

27. nóv 2024