Ný ríkisstjórn, næstu skref Sjalla og borgarstjóra
Andrés, Þórhallur og gesturinn Friðjón Friðjónsson bregðast við nýrri ríkisstjórn, ræða ráðherrana og hverjir þeirra verði vinsælir og óvinsælir að ári liðnu.
Fjallað er um ásýnd stjórnarinnar, hvort flokkarnir geti verið sáttir við sitt hlutskipti og hvað hafi ráðið vali formannanna.
Einnig er farið yfir landsfund og líkleg forystuskipti í Sjálfstæðiflokknum, hóp flokksmanna sem vill fresta landsfundi og nota tímann til að finna utanþingsformann fyrir flokkinn.
Þá er rætt um borgarmálin og hvaða valkosti borgarstjórinn Einar Þorsteinsson eigi í von sinni um að halda starfinu og hvort aukið jafnrétti í aðkomu að hlaðvarpi Friðjóns geti stuðlað að samheldnum sigurlista vorið 2026.
Í starfsframahorninu deila allir þrír ráðum til fólks sem vill reyna að koma sér inn á nýtt svið og finna starf sem hæfir menntun þeirra.
Samstarfsaðilar þáttarins:
🚗 Hyundai á Íslandi
👷🏻♀️Sjóvá
🍺Bruggsmiðjan Kaldi
🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid
💼 Gott fólk
——
📋 Prósent
Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes
Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:
#26 Ný ríkisstjórn, næstu skref Sjalla og borgarstjóra