Bara bækur

Bara bækur

Undanfarin misseri hefur þó nokkuð borið mannáti sem viðfangsefni í skáldskap og menningarefni. Í jólabókaflóðinu hér á landi 2023 voru t.a.m. fjórar bækur sem fjölluðu um mannát, þessa helstu og hrikalegustu bannhelgi mannsins sem hefur fylgt okkur öldum og árþúsundum saman. Í þessum þætti veltum við fyrir okkur hvers vegna sögur af mannáti rata reglulega inn í menninguna, á ólíkum tímum. Tekið skal fram að í þessum þætti verður fjallað um mannát og ofbeldi og birtingarmyndir þess í menningarefni, aðallega bókmenntum. Rétt er að vara viðkvæma við að hlusta. Viðmælendur: Áslaug Áslaug Ólafsdóttir, Bragi Páll Sigurðarson, Magnús Jochum Pálsson, Guðrún Steinþórsdóttir. Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Mannát í menningunniHlustað

13. apr 2024