Bara bækur

Bara bækur

Í dag gerum við eins og á vídjóleigunum í gamla daga, tökum eina nýja og eina gamla. Tvær skáldsögur sem báðar fjalla um fólk á fyrri öldum, um og eftir aldamótin 1900, og ekki á ósvipuðum slóðum. Skáldsagan Dúnstúlkan í þokunni eftir Bjarna M. Bjarnason kom út fyrir jólin og var hún tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þar fer Bjarni með okkur í ferðalag í tíma og rúmi, austur á Langanes á 19. öld og fram yfir aldamót en þar segir frá draumförum Jóhannesar Jónssonar, Drauma-Jóa, sem uppi var í raun og veru og sagður búa yfir mikilli fjarskyggnigáfu. Bjarni kemur og heimsækir okkur í síðari hluta þáttar og segir frá þessum einstaka manni og örlögum hans. Svo verður eitt stykki Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness hér á borðum. Hún er skrifuð um það leyti sem útrás Halldórs var að hefjast og þýðingar á skáldsögum hans fóru að birtast hér og þar. Dönsk þýðing á Sjálfstæðu fólki var gefin út um ári eftir að hún kom út hér og var hún eftir fræðimanninn og jafnaldra Halldórs Jakob Benediktsson. Nú hefur bókaforlag í Árósum þýtt verkið upp á nýtt á dönsku, þýðandinn Nanna Kalkar var hér á landi og við hittum hana og spyrjum hvað það þýði fyrir bækur að vera endurþýddar og hvernig Sjálfstætt fólk ber sig í dag en 90 ár eru í ár frá fyrstu útgáfu hennar. Viðmælendur: Bjarni M. Bjarnason og Nanna Kalkar. Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Dúnstúlkan í þokunni og Sjálfstætt fólk í nýrri þýðinguHlustað

16. mar 2024