Bara bækur

Bara bækur

Ilmhúsið Fischersund og myndlistarmaðurinn Jón Albert báru saman bækur sínar á Hönnunarmars í nýju verkefni. Þar veltir Jón fyrir sér bókunum sem hlut, bókum sem minningum og í samstarfi hans við Fischersund fanga þau lykt af gömlum bókum. Við flettum líka í nýrri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur á Fóstri eftir írska rithöfundinn Claire Keegan. Og í lokin fáum við Benedikt Hjartarson í heimsókn til okkar. Hann hefur verið að velta fyrir sér Rauðum heimsbókmenntum síðustu misseri og segir frá þeim og gróskumikilli útgáfu þýðinga á millistríðsárunum á Íslandi. Viðmælendur: Benedikt Hjartarson, Helga Soffía Einarsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir, Jón Albert Guðrúnar-Carlosson. Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Lykt af gömlum bókum, Claire Keegan og rauðar heimsbókmenntirHlustað

27. apr 2024