Bara bækur

Bara bækur

„Orðin láta ekkert uppi, svipt höfundi sínum. Þau standa bara fyrir sig sjálf núna. Lesið og þér munið finna,“ stendur skrifað í nýjustu bók Magnúsar Sigurðssonar, Lexíurnar, stafrófskver, bók um lestrarlistina, lærdóm, orð og notkun þeirra til að öðlast skiling á tilverunni. Við ætlum að ræða við Magnús í þætti dagsins um lexíur og ljóðaformið. Land næturinnar er nýjasta skáldsaga Vilborgar Davíðsdóttur sem heldur áfram þar sem frá var horfið í bókinni Undir yggdrasil frá 2020. Örlögin leiða Þorgerði Þorsteinsdóttur, sonardóttur Auðar djúpúðgu, í Austurveg um Garðaríkin svokölluðu. Sögusviðið eru fljótin og árnar sem báru norræna menn suður til Svartahafs og alla leið til Konstantínópel. Við kynnum okkur slóðir víkinga í Austur-Evrópu í lok þáttar og förum í heimsókn til Vilborgar Davíðsdóttur.

Land næturinnar og Lexíurnar: StafrófskverHlustað

20. jan 2024