Við byrjum á að fara í heimsókn til Guðrúnar Evu Mínervudóttur sem var að gefa út skáldsöguna Í skugga trjánna - skáldævisögu í anda Skeggs Raspútíns sem kom út árið 2016. Guðrún tekst í nýju bókinni á við veruleikann og úr verður skáldleg og djúpvitur úrvinnsla sem er bæði áhrifamikil og þrælfyndin.
Svo hittum við Braga Pál Sigurðarson í þröngu húsasundi og spyrjum hann hvers vegna hann er upptekinn af meltingarfærum mannsins. Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen er skáldsaga sem fjallar um mann sem býr við hrakandi heilsu og slæma magaflóru. Í örvæntingu sinni gerir hann allt til að rétta úr kútnum og finnur til þess óhefðbundnar leiðir sem hafa óvæntar afleiðingar.
Viðmælendur: Guðrún Eva Mínervudóttir og Bragi Páll Sigurðarson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Í skugga trjánna og Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen