„Frumtextinn er ótrúr þýðingunni,“ sagði argentínski rithöfundinum Jorge Luis Borges og með þessum fáu orðum sneri Borges á hvolf hinni hefðbundnu vestrænu túlkun eða viðhorfi til þýðinga; um að þýðing sé aukaafurð frumtexta, sem stendur óæðri frammi fyrir frummynd
sinni eða í versta falli er hrein svik. Þýðing getur á margan hátt öðlast sjálfstætt líf og verið sköpunarverk útaf fyrir sig og frumtextinn krefst einskis af henni. Frumtexti og frumleiki á annað borð er ekki sjálfgefið einhver heilög snilld. Stundum er miðlunin skýrari. Orð Borges minna okkur að minnsta kosti á mikilvægi þýðinga og ritlistarinnar sem býr í þeim.
Þáttur dagsins er helgaður nokkrum íslenskum þýðingum sem komið hafa út á undanförnum mánuðum. Það styttist í afhendingu íslensku þýðingarverðlaunanna þar sem fjöldi góðra texta er tilnefndur. En hér í þessum þætti; Tókýó-Montana hraðlestin eftir Richard Brautigan, Byrgi Franz Kafka og samband manna og kolkrabba í skáldsögunni Ótrúlega skynugar skepnur eftir Shelby Van Pelt.
Viðmælendur: Ástráður Eysteinsson, Þórður Sævar Jónsson og Salvör Ísberg
Lestur: Ástráður Eysteinsson og Ari Páll Karlsson
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Ótrúlega skynugar skepnur, Byrgið og Tókýó-Montana hraðlestin